Sport

Þakkaði kökubitanum fyrir eftir að hafa rifið upp hundrað kílóin tvisvar í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birta Líf Þórarinsdóttir er mjög efnileg CrossFit kona.
Birta Líf Þórarinsdóttir er mjög efnileg CrossFit kona. Skjámynd/Instagram

Ísland á margar stórstjörnur í CrossFit heimnum og það gæti kannski verið von á fleirum í hópinn ef marka má tilþrifin hjá einni sautján ára stelpu á dögunum.

Hin sautján ára Birta Líf Þórarinsdóttir sýndi styrk sinn í jafnhöttun þegar hún reif upp hundrað kíló tvisvar í röð.

Keppnisfólk eins og Birta þurfa að passa vel upp á mataræðið sitt til að halda réttri stefnu í þjálfuninni og kökur eru því ekki oft á matarbakkanum. Það virðist samt vera smá sykur sem hafi gefið Birtu aukakraftinn í að rífa upp hundrað kílóin á dögunum.

Við myndbandið skrifaði Birta nefnilega: „Fékk mér köku í kvöldmatnum í gær og vaknaði sterkari í dag. Hundrað á slánni,“ skrifaði Birta Líf.

Eitt það skemmtilega við myndbandið er að sjá hversu einbeitt hún er við lyfturnar og svo hversu innilega ánægð hún er í lokin.

Birta Líf tók þátt í heimsleikunum árið 2018 þegar hún keppti í flokki 14 til 15 ára og varð fjórtánda. Hún varð efst á Íslandi í flokki 16 til 17 ára í Open í ár og í 32. sæti á heimsvísu.

CrossFit Reykjavík vakti athygli á lyftum Birtu með því að setja myndbandið hennar inn á Instagram síðu stöðvarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.