Innlent

Vætu­samir dagar fram­undan

Sylvía Hall skrifar
Það gæti verið skynsamlegt að draga fram regnhlífina fyrir vikuna.
Það gæti verið skynsamlegt að draga fram regnhlífina fyrir vikuna. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rigningu í öllum landshlutum næstu daga. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig í dag, víða rigning eða súld en eftir hádegi má búast við skúrum. Hlýjast verður suðaustantil á landinu.

Í fyrramálið er spáð suðaustan kalda og rigningu við suðvesturströndina en í öðrum landshlutum verður áframhaldandi hægviðri og skúrir, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á miðvikudag er útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt með rigningu á Suður- og Vesturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en úrkomulítið SA-til. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, svalast NV-lands.

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-10 og rigning, en þurrt að kalla A-lands framan af degi. Hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Breytileg átt 5-13, en sums staðar allhvass vindur við ströndina. Rigning og hiti 6 til 12 stig, en lengst af úrkomulítið og heldur hlýrra NA-til.

Á laugardag:

Norðan 8-13 m/s. Skúrir og hiti 4 til 9 stig, en bjartviðri og hiti 10 til 15 stig sunnan heiða.

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðvestlæga átt með skúrum um landið N-vert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×