Innlent

Vætu­samir dagar fram­undan

Sylvía Hall skrifar
Það gæti verið skynsamlegt að draga fram regnhlífina fyrir vikuna.
Það gæti verið skynsamlegt að draga fram regnhlífina fyrir vikuna. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rigningu í öllum landshlutum næstu daga. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig í dag, víða rigning eða súld en eftir hádegi má búast við skúrum. Hlýjast verður suðaustantil á landinu.

Í fyrramálið er spáð suðaustan kalda og rigningu við suðvesturströndina en í öðrum landshlutum verður áframhaldandi hægviðri og skúrir, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á miðvikudag er útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt með rigningu á Suður- og Vesturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en úrkomulítið SA-til. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, svalast NV-lands.

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-10 og rigning, en þurrt að kalla A-lands framan af degi. Hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Breytileg átt 5-13, en sums staðar allhvass vindur við ströndina. Rigning og hiti 6 til 12 stig, en lengst af úrkomulítið og heldur hlýrra NA-til.

Á laugardag:

Norðan 8-13 m/s. Skúrir og hiti 4 til 9 stig, en bjartviðri og hiti 10 til 15 stig sunnan heiða.

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðvestlæga átt með skúrum um landið N-vert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.