Innlent

Tveir fluttir á slysa­deild eftir bíl­veltu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla lokaði fráreininni frá Sæbraut upp á Miklubraut vegna veltunnar.
Lögregla lokaði fráreininni frá Sæbraut upp á Miklubraut vegna veltunnar. Vísir/Stína

Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar eftir bílveltu á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar um fjögurleytið í dag. Bíllinn valt efst í fráreininni frá sæbraut upp á Miklubraut og þurfti lögregla að loka akreininni um stund vegna óhappsins. Nokkrar umferðartafir sköpuðust því vegna þessa.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komust ökumaður og farþegi út úr bílnum af sjálfstáðum. Meiðsl þeirra virtust hafa verið óveruleg. Þá er ekki vitað hvers vegna bíllinn valt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.