Lífið

Varð að sleppa jarðarför móður sinnar til að þóknast liði sínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Listaverk eftir Gunnar Valdimarsson sem hann sendi Rúrik Gíslasyni.
Listaverk eftir Gunnar Valdimarsson sem hann sendi Rúrik Gíslasyni. Mynd/instagram-síða Rúriks.

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi þar um síðustu mánuði hjá félagsliði sínu Sandhausen.

Hann er laus allra mála hjá félaginu en hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi komið mjög illa fram við sig.

Rúrik gekk í gegnum mjög erfitt tímabil á árinu þegar móðir hans lést eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Rúrik fékk leyfi frá liðinu til að fara til Íslands og vera síðustu dagana með móður sinni á líknardeildinni en félagið talaði aftur á móti um það í fjölmiðlum að hann væri í fríi á Íslandi.

Samskipti Rúriks og þýska liðsins voru því eðlilega ekki góð í kjölfarið. Íþróttadeild Vísis fjallaði nánar um viðtali við Rúrik í morgun.

Rúrik fór aftur á móti einnig í yfirheyrslu hjá Rikka G og var hann spurður út í allskonar hluti og meðal annars hver væri mesta eftirsjáin í lífi hans. 

Rúrik þurfti ekki að hugsa sig lengi um.

„Það er að sleppa jarðarför móður minnar til að fara fyrr út á æfingar til að þóknast mínum mönnum þarna úti.“

Hér að neðan má sjá mynd sem Gunnar Valdimarsson málaði fyrir Rúrik frá HM í Rússlandi 2018. Þá má sjá Rúrik með móður sinni á vellinum. 

Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Ríkharð Óskar Guðnason tók við Rúrik.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.