Varð að sleppa jarðarför móður sinnar til að þóknast liði sínu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2020 14:30 Listaverk eftir Gunnar Valdimarsson sem hann sendi Rúrik Gíslasyni. Mynd/instagram-síða Rúriks. Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi þar um síðustu mánuði hjá félagsliði sínu Sandhausen. Hann er laus allra mála hjá félaginu en hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi komið mjög illa fram við sig. Rúrik gekk í gegnum mjög erfitt tímabil á árinu þegar móðir hans lést eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Rúrik fékk leyfi frá liðinu til að fara til Íslands og vera síðustu dagana með móður sinni á líknardeildinni en félagið talaði aftur á móti um það í fjölmiðlum að hann væri í fríi á Íslandi. Samskipti Rúriks og þýska liðsins voru því eðlilega ekki góð í kjölfarið. Íþróttadeild Vísis fjallaði nánar um viðtali við Rúrik í morgun. Rúrik fór aftur á móti einnig í yfirheyrslu hjá Rikka G og var hann spurður út í allskonar hluti og meðal annars hver væri mesta eftirsjáin í lífi hans. Rúrik þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Það er að sleppa jarðarför móður minnar til að fara fyrr út á æfingar til að þóknast mínum mönnum þarna úti.“ Hér að neðan má sjá mynd sem Gunnar Valdimarsson málaði fyrir Rúrik frá HM í Rússlandi 2018. Þá má sjá Rúrik með móður sinni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 23, 2020 at 11:54am PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Ríkharð Óskar Guðnason tók við Rúrik. Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi þar um síðustu mánuði hjá félagsliði sínu Sandhausen. Hann er laus allra mála hjá félaginu en hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi komið mjög illa fram við sig. Rúrik gekk í gegnum mjög erfitt tímabil á árinu þegar móðir hans lést eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Rúrik fékk leyfi frá liðinu til að fara til Íslands og vera síðustu dagana með móður sinni á líknardeildinni en félagið talaði aftur á móti um það í fjölmiðlum að hann væri í fríi á Íslandi. Samskipti Rúriks og þýska liðsins voru því eðlilega ekki góð í kjölfarið. Íþróttadeild Vísis fjallaði nánar um viðtali við Rúrik í morgun. Rúrik fór aftur á móti einnig í yfirheyrslu hjá Rikka G og var hann spurður út í allskonar hluti og meðal annars hver væri mesta eftirsjáin í lífi hans. Rúrik þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Það er að sleppa jarðarför móður minnar til að fara fyrr út á æfingar til að þóknast mínum mönnum þarna úti.“ Hér að neðan má sjá mynd sem Gunnar Valdimarsson málaði fyrir Rúrik frá HM í Rússlandi 2018. Þá má sjá Rúrik með móður sinni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 23, 2020 at 11:54am PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Ríkharð Óskar Guðnason tók við Rúrik.
Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita Sjá meira