Innlent

Fjórir greindust með veiruna við landa­mærin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun hófst við landamæri 15. júní síðastliðinn.
Skimun hófst við landamæri 15. júní síðastliðinn. Vísir/vilhelm

Fjórir greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. Þrír eru með mótefni við veirunni og því ekki smitandi en einn bíður eftir mótefnamælingu.

Sautján eru nú í einangrun með virk smit á landinu og fækkar um einn síðan í gær. Þá fækkar mjög í sóttkví milli daga; í sóttkví eru nú 139 en voru 198 í gær. Staðfest smit frá upphafi faraldurs hér á landi eru nú 1.886 og er 1.859 batnað.

Alls hafa tólf ferðamenn greinst með virk smit á landamærum frá því að skimanir hófust þar 15. júní. Innanlandssmit á sama tímabili eru enn alls 11 og hefur slíkt smit ekki greinst síðan 2. júlí. Þá voru 2.159 sýni tekin á landamærum í gær og 141 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.