Innlent

Fjórir greindust með veiruna við landa­mærin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun hófst við landamæri 15. júní síðastliðinn.
Skimun hófst við landamæri 15. júní síðastliðinn. Vísir/vilhelm

Fjórir greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. Þrír eru með mótefni við veirunni og því ekki smitandi en einn bíður eftir mótefnamælingu.

Sautján eru nú í einangrun með virk smit á landinu og fækkar um einn síðan í gær. Þá fækkar mjög í sóttkví milli daga; í sóttkví eru nú 139 en voru 198 í gær. Staðfest smit frá upphafi faraldurs hér á landi eru nú 1.886 og er 1.859 batnað.

Alls hafa tólf ferðamenn greinst með virk smit á landamærum frá því að skimanir hófust þar 15. júní. Innanlandssmit á sama tímabili eru enn alls 11 og hefur slíkt smit ekki greinst síðan 2. júlí. Þá voru 2.159 sýni tekin á landamærum í gær og 141 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.