Flóðgáttir opnuðust með dagdraumum um sumarrómantík Birgir Olgeirsson skrifar 10. júlí 2020 11:00 Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Breiðfjörð. Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Breiðfjörð sendi frá sér lagið Yfir Breiðafjörð í sumar sem hefur verið að vekja athygli. Laginu er best lýst sem tregablandinni sumarrómantík sem á sér stað á Vesturlandi. Nokkurskonar nostalgískt ferðalag um fallegt landsvæði með útilegu, varðeld og ýmsum áskorunum. Sundtök og sumarilmur í laut við lækjarnið. „Hugmyndin að laginu kom til mín einn kaldann morgun í mars, í sófanum með gítarinn í fanginu og kaffibollann við hendina. Hríðarbylur úti og fátt annað í boði en að láta sig dagdreyma um sól og sumarfrí. Eins gott og það er að staldra við í núinu þá eru dagdraumar og hugarflug jafn nauðsynleg,“ segir Birgir Örn. Hann lagði af stað með þetta verkefni með stuttskífu í huga. Miðað við afköstin síðustu mánuði má hins vegar allt eins eiga von á breiðskífu á næsta ári. „Árið 2010 gaf ég út fyrstu plötuna mína (Set me on fire – Biggibix) svo ég hef haft þennan áratug til þess að setja saman lög og hugmyndir sem vonandi fá að njóta sín á komandi mánuðum,“ segir Birgir Örn. Lagasmíðarnar eru hans en Birgir hefur þó fengið dygga aðstoð við upptökur. „Minn „Go-To“ maður er töframaðurinn Sveinn M. Jónsson, upptökustjóri og pródúsent með meiru. Einnig hef ég hóað í góða vini í upptökuferlinu, þau Halldór Gunnar Pálsson (kassagítar), Valgeir Skorri Vernharðsson (trommur) og systurdóttir mín, Svava Rún Steingrímsdóttir, (bakraddir) til þess að vera mér innan handar, enda verður allt betra í góðum félagsskap.“ Lagið Yfir Breiðafjörð má heyra hér fyrir neðan: Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Breiðfjörð sendi frá sér lagið Yfir Breiðafjörð í sumar sem hefur verið að vekja athygli. Laginu er best lýst sem tregablandinni sumarrómantík sem á sér stað á Vesturlandi. Nokkurskonar nostalgískt ferðalag um fallegt landsvæði með útilegu, varðeld og ýmsum áskorunum. Sundtök og sumarilmur í laut við lækjarnið. „Hugmyndin að laginu kom til mín einn kaldann morgun í mars, í sófanum með gítarinn í fanginu og kaffibollann við hendina. Hríðarbylur úti og fátt annað í boði en að láta sig dagdreyma um sól og sumarfrí. Eins gott og það er að staldra við í núinu þá eru dagdraumar og hugarflug jafn nauðsynleg,“ segir Birgir Örn. Hann lagði af stað með þetta verkefni með stuttskífu í huga. Miðað við afköstin síðustu mánuði má hins vegar allt eins eiga von á breiðskífu á næsta ári. „Árið 2010 gaf ég út fyrstu plötuna mína (Set me on fire – Biggibix) svo ég hef haft þennan áratug til þess að setja saman lög og hugmyndir sem vonandi fá að njóta sín á komandi mánuðum,“ segir Birgir Örn. Lagasmíðarnar eru hans en Birgir hefur þó fengið dygga aðstoð við upptökur. „Minn „Go-To“ maður er töframaðurinn Sveinn M. Jónsson, upptökustjóri og pródúsent með meiru. Einnig hef ég hóað í góða vini í upptökuferlinu, þau Halldór Gunnar Pálsson (kassagítar), Valgeir Skorri Vernharðsson (trommur) og systurdóttir mín, Svava Rún Steingrímsdóttir, (bakraddir) til þess að vera mér innan handar, enda verður allt betra í góðum félagsskap.“ Lagið Yfir Breiðafjörð má heyra hér fyrir neðan:
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“