Lífið

Flóðgáttir opnuðust með dagdraumum um sumarrómantík

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Breiðfjörð.
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Breiðfjörð.

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Breiðfjörð sendi frá sér lagið Yfir Breiðafjörð í sumar sem hefur verið að vekja athygli.

Laginu er best lýst sem tregablandinni sumarrómantík sem á sér stað á Vesturlandi. Nokkurskonar nostalgískt ferðalag um fallegt landsvæði með útilegu, varðeld og ýmsum áskorunum. Sundtök og sumarilmur í laut við lækjarnið.

„Hugmyndin að laginu kom til mín einn kaldann morgun í mars, í sófanum með gítarinn í fanginu og kaffibollann við hendina. Hríðarbylur úti og fátt annað í boði en að láta sig dagdreyma um sól og sumarfrí. Eins gott og það er að staldra við í núinu þá eru dagdraumar og hugarflug jafn nauðsynleg,“ segir Birgir Örn.

Hann lagði af stað með þetta verkefni með stuttskífu í huga. Miðað við afköstin síðustu mánuði má hins vegar allt eins eiga von á breiðskífu á næsta ári.

„Árið 2010 gaf ég út fyrstu plötuna mína (Set me on fire – Biggibix) svo ég hef haft þennan áratug til þess að setja saman lög og hugmyndir sem vonandi fá að njóta sín á komandi mánuðum,“ segir Birgir Örn.

Lagasmíðarnar eru hans en Birgir hefur þó fengið dygga aðstoð við upptökur.

„Minn „Go-To“ maður er töframaðurinn Sveinn M. Jónsson, upptökustjóri og pródúsent með meiru. Einnig hef ég hóað í góða vini í upptökuferlinu, þau Halldór Gunnar Pálsson (kassagítar), Valgeir Skorri Vernharðsson (trommur) og systurdóttir mín, Svava Rún Steingrímsdóttir, (bakraddir) til þess að vera mér innan handar, enda verður allt betra í góðum félagsskap.“

Lagið Yfir Breiðafjörð má heyra hér fyrir neðan:Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.