Lífið

Óli Stef skemmti gestum og gangandi á Laugavegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Óli Stef og Ólafur Örn Ólafsson eigandi Vínstúkunnar Tíu sopa.
Óli Stef og Ólafur Örn Ólafsson eigandi Vínstúkunnar Tíu sopa. Vísir/Sigurjón

Handboltamaðurinn og lífskúnstnerinn Ólafur Stefánsson, skemmti gestum og gangandi á Laugaveginum í dag en hann stóð fyrir viðburðinum Kakó og undrun með Óla Stef fyrir utan Vínstúkuna Tíu sopa.

Viðburðurinn er hluti af viðburðauppspretturöð á vegum Verslunarinnar Vonarstrætis og Vínstúkunnar Tíu sopa fyrir framan Laugaveg 27 alla fimmtudaga í júlí.

Gestir og gangandi fylgdust með Óla.Vísir/Sigurjón

Óli sat meðal annars fyrir framan Tíu sopa með gítar og söng, hann skottaðist upp og niður Laugaveg með vængi á bakinu og klingdi bjöllum. Hann átti svo í einhverjum orðaskiptum við leigubílstjóra sem ætlaði að aka niður Laugaveginn sem er lokaður á þessum vegkafla.

Við mælum eindregið með að horfa á myndbandið af skemmtuninni hér að neðan, enda er Óli stórskemmtilegur og margt til lista lagt.


Tengdar fréttir

Óli Stef kemur fram á viðburðinum Kakó og undrun

Á fimmtudögum í júlí ætlar Verslunin Vonarstræti í samvinnu við Vínstúkuna Tíu sopa að standa fyrir röð af viðburðauppsprettum (PopUp) á götunni fyrir framan Laugaveg 27.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.