Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga í útlöndum til að skrá sig hjá borgaraþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 20:49 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. Vísir/Jóhann Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira