Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga í útlöndum til að skrá sig hjá borgaraþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 20:49 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. Vísir/Jóhann Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira