Vondaufur um að fundahöld skili nokkru Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. júlí 2020 16:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, á hluthafafundi 22. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
„Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36