Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2020 14:47 Alma Möller, landlæknir, kveðst bjartsýn á að sýkla- og veirufræðideild ráði við umfang skimana á landamærunum í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. Í kvöldfréttum okkar í gær Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að sýkla- og veirufræðideildin ætti, ein síns liðs, að ráða við skimanir á landamærunum í skugga þess að Íslensk erfðagreining sagði skilið við verkefnið. Alma var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurð út í hennar sýn á málið. „Við vitum það, út frá mati á greiningargetu Landspítalans, að þau heta greint 500 sýni á dag og það hafa verið að koma allt að 2.000 ferðamenn til landsins. Íslensk erfðagreining hefur verið að greina allt að 2.000 sýni en með þessari aðferð - að mæla 10 sýni í einu - þá verða tvö þúsund sýni í raun að 200 keyrslum. Þannig að já, ég er bjartsýn á að Landspítalinn ráði við það.“ Þjóðverjar prófa þrjátíu sýni samtímis Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að þessi aðferð væri kostur númer tvö. Alma var beðin um að útskýra hvers vegna. „Tekin eru tíu sýni og þau greind saman. Það getur verið að það verði aðeins minna næmi til að greina veiruna. Ef kippan með tíu sýnum reynist neikvæð þá þarf ekkert að gera meira en ef það kæmi jákvætt út úr því þá þarf að taka hvert og eitt sýni og greina aftur. Þjóðverjar hafa til dæmis verið að gera þetta og hafa greint þrjátíu sýni í senn og það hefur dugað þeim. Auðvitað er betri kostur að greina hvert og eitt en þetta er næstbesti.“ Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga Styður leið sóttvarnalæknis um óbreytta stefnu í júlí Alma var spurð hvað henni fyndist um ákvörðun sóttvarnalæknis um að skimun á landamærunum yrði með óbreyttum sniði út júlí. „Ég styð hana ég held það sé mjög gagnlegt að opna landamærin fyrir flæði ferðamanna með þessum hætti, með því að skima og að við vitum þá nokkuð vel hvað við er að eiga. Ég hefði ekki viljað sjá hér kannski mikinn ferðamannastraum og að við vissum hugsanlega ekkert hvað væri að koma af smiti. Þetta er varfærin leið en við höfum líka alltaf sagt að þetta er tilraun og það þarf stöðugt endurmat á því hvernig þetta verður best gert.“ Alma vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Íslenskrar erfðagreiningar. Það hafi verið sannur heiður að fá að vinna með því að verkefninu. „Það lá alltaf fyrir að Íslensk erfðgreining ætlaði ekki að halda þessu áfram til eilífðarnóns heldur að taka þetta að sér á meðan Landspítalinn væri að byggja upp það sem þarf á sýkla- og veirufræðideild en vissulega var þetta aðeins fyrr en talað var um en þá er bara að takast á við þá stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. Í kvöldfréttum okkar í gær Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að sýkla- og veirufræðideildin ætti, ein síns liðs, að ráða við skimanir á landamærunum í skugga þess að Íslensk erfðagreining sagði skilið við verkefnið. Alma var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurð út í hennar sýn á málið. „Við vitum það, út frá mati á greiningargetu Landspítalans, að þau heta greint 500 sýni á dag og það hafa verið að koma allt að 2.000 ferðamenn til landsins. Íslensk erfðagreining hefur verið að greina allt að 2.000 sýni en með þessari aðferð - að mæla 10 sýni í einu - þá verða tvö þúsund sýni í raun að 200 keyrslum. Þannig að já, ég er bjartsýn á að Landspítalinn ráði við það.“ Þjóðverjar prófa þrjátíu sýni samtímis Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að þessi aðferð væri kostur númer tvö. Alma var beðin um að útskýra hvers vegna. „Tekin eru tíu sýni og þau greind saman. Það getur verið að það verði aðeins minna næmi til að greina veiruna. Ef kippan með tíu sýnum reynist neikvæð þá þarf ekkert að gera meira en ef það kæmi jákvætt út úr því þá þarf að taka hvert og eitt sýni og greina aftur. Þjóðverjar hafa til dæmis verið að gera þetta og hafa greint þrjátíu sýni í senn og það hefur dugað þeim. Auðvitað er betri kostur að greina hvert og eitt en þetta er næstbesti.“ Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga Styður leið sóttvarnalæknis um óbreytta stefnu í júlí Alma var spurð hvað henni fyndist um ákvörðun sóttvarnalæknis um að skimun á landamærunum yrði með óbreyttum sniði út júlí. „Ég styð hana ég held það sé mjög gagnlegt að opna landamærin fyrir flæði ferðamanna með þessum hætti, með því að skima og að við vitum þá nokkuð vel hvað við er að eiga. Ég hefði ekki viljað sjá hér kannski mikinn ferðamannastraum og að við vissum hugsanlega ekkert hvað væri að koma af smiti. Þetta er varfærin leið en við höfum líka alltaf sagt að þetta er tilraun og það þarf stöðugt endurmat á því hvernig þetta verður best gert.“ Alma vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Íslenskrar erfðagreiningar. Það hafi verið sannur heiður að fá að vinna með því að verkefninu. „Það lá alltaf fyrir að Íslensk erfðgreining ætlaði ekki að halda þessu áfram til eilífðarnóns heldur að taka þetta að sér á meðan Landspítalinn væri að byggja upp það sem þarf á sýkla- og veirufræðideild en vissulega var þetta aðeins fyrr en talað var um en þá er bara að takast á við þá stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24
Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12