Lífið

Óli Stef kemur fram á viðburðinum Kakó og undrun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Stefánsson kemur margoft fram á allskonar viðburðum. 
Ólafur Stefánsson kemur margoft fram á allskonar viðburðum. 

Á fimmtudögum í júlí ætlar Verslunin Vonarstræti í samvinnu við Vínstúkuna Tíu sopa að standa fyrir röð af viðburðauppsprettum (PopUp) á götunni fyrir framan Laugaveg 27.

„Þetta verða allt mjög ólíkir viðburðir og verður hver og einn auglýstur þegar að honum kemur. Við byrjum á kakó og undrun með handboltagoðsögninni og lífskúnstnernum Óla Stef,“ segir Ólafur Örn Ólafsson eigandi Vínstúkunnar Tíu sopa.

Ólafur Örn sér um Vínstúkuna tíu sopa. vísir/vilhelm

„Við hvetjum fólk til að mæta með góða skapið og kakóbolla með sér ef það vill og vera tilbúið í undrun,“ segir Ólafur.

Kakó og undrun hefst kl. 17:30 annað kvöld og stígur þá Ólafur Stefánsson á stokk.

„Engin veit hvað gerist en það verður boðið upp á kakó með því, en kakó hefur mjög heilandi áhrif á fólk. Kannski verður spilað á gítar og sungið, kannski verður farið með ljóð, kannski verða sápukúlur. Það er engin leið að komast að því nema vera á staðnum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.