Lífið

„Hef aldrei elskað neinn eins mikið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sara Sigmunds hefur verið að gera frábæra hluti í Crossfit undanfarin ár. 
Sara Sigmunds hefur verið að gera frábæra hluti í Crossfit undanfarin ár.  vísir/egill

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir fékk sér hund á dögunum og er heldur betur í skýunum með Mola Söruson eins og hún nefndi hann.

„Þá er það orðið opinbert. Ég er orðin biluð hundakona. Þetta er Moli Söruson,“ segir Sara í færslu á Instagram.

„Moli er stærsti, þyngsti og mesti klaufinn af fimm hvolpum sem hundur systur minnar eignaðist í miðri sóttkví. Ég hef verið með hann í fjórar vikur og get með sanni sagt að ég hef aldrei elskað neinn eins mikið.“

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.