Lífið

Skutu upp kraftmesta og stærsta flugeld heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
MrBeast er gríðarlega vinsæll á YouTube.
MrBeast er gríðarlega vinsæll á YouTube.

MrBeast er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims og hefur yfir 38 millónir fylgjendur á miðlinum. Jimmy Donaldson er maðurinn á bakvið rásina en hann er fæddur árið 1998 og því 22 ára.

Horf hefur verið á myndböndin hans samanlagt tæplega sex milljarða sinnum.

Eitt vinsælasta myndbandið á YouTube í dag er myndband frá MrBeast þar sem hann keypti flugelda fyrir 600 þúsund dollara eða því sem samsvarar 84 milljónir íslenskra króna.

Í þeim pakka var að finna dýrasta, kraftmesta og stærsta flugeld heims og kostaði sú sprengja 160.000 dollara, rúmlega 22 milljónir króna.

Sú sprengja er tæplega 2000 kíló og þurfti að grafa hana um fimm metra ofan í jörðina áður en kveikt var í.

Hér að neðan má sjá myndbandið frá MrBeast sem hefur verið horft á 27 milljón sinnum á nokkrum dögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.