Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2020 21:06 Loftbelgurinn tekst á loft frá Helluflugvelli í morgun. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira