Fótbolti

Fulham heldur pressunni á efstu liðum

Ísak Hallmundarson skrifar
Fulham fagna marki sínu í dag en þeir hafa verið á góðu skriði undanfarið og eiga smá von á að fara beint upp.
Fulham fagna marki sínu í dag en þeir hafa verið á góðu skriði undanfarið og eiga smá von á að fara beint upp. getty/Andrew Kearns

Fulham vann mikilvægan 1-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í dag. Bæði lið eru að berjast um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Það var Harry Arter, lánsmaður frá Bournemouth, sem skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu. 

Fulham voru meira með boltann í leiknum og unnu verðskuldaðan sigur en með sigrinum fara þeir í þriðja sæti með 73 stig og setja pressu á West Brom og Leeds sem eru í efstu tveimur sætunum, með 77 og 78 stig. 

Nottingham Forest er í 5. sæti deildarinnar með 68 stig og er von þeirra á að ná öðru sæti og komast beint upp orðin ansi veik. Þeir fara líklega í umspil um sæti í úrvalsdeildinni en til þess þurfa þeir að lenda í 6. sæti eða ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×