Innlent

Stærsti skjálftinn í rúma viku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svona leit Tjörnesbrotabeltið út á skjálftakortum Veðurstofunnar í morgun.
Svona leit Tjörnesbrotabeltið út á skjálftakortum Veðurstofunnar í morgun. veðurstofa íslands

Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofunni. Þannig mældist jarðsjálfti að stærð 3,6 á áttunda tímanum í gærkvöldi, 17 kílómetra norðvestur af Gjögurtá.

Tilkynningar eru sagðar hafa borist um að skjálftin hafa fundist í Ólafsfirði og Dalvík. Að sögn jarðvísindamanns er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessum slóðum síðan 27. júni, þegar skjálfti af stærð 4,1 mældist.

„Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett tæplega 10 000 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4 að stærð og voru staðsettir rúma 20 km NA af Siglufirði,“ segir í upptalningu jarðvísindamanns.

Hann segir jafnframt að þar mælist enn mikið af minni skjálftum og áfram séu líkur á fleiri stærri skjálftum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×