Innlent

Þrjú hlutu dóm fyrir innflutning fíkniefna

Andri Eysteinsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm

Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis.

Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar.

Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið.

Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum.

Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins.

Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.