Innlent

Kjósandi ósáttur við mynd af Guðna á kjörstað

Sylvía Hall skrifar
Mynd af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, hékk á vegg á kjörstað á Hellu. 
Mynd af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, hékk á vegg á kjörstað á Hellu.  Vísir/Vilhelm

Mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands féll ekki í kramið hjá kjósanda nokkrum á Hellu í dag. Myndin af Guðna var hluti af myndaröð með öllum forsetum lýðveldisins í grunnskólanum á Hellu, en ákveðið var að taka hana niður í dag eftir kvörtun kjósandans.

Þetta staðfestir Helga Hjaltadóttir, formaður kjörstjórnar í Rangárþingi ytra, í samtali við RÚV. Hún segir manninn hafa litið svo á að myndin væri áróður og ætti því ekki heima á kjörstað. Vegna harðra viðbragða mannsins var ákveðið að taka hana niður til þess að koma í veg fyrir frekari „læti“.

Líkt og áður sagði er myndin hluti af myndaröð og má þar sjá alla forseta lýðveldisins. Að sögn Helgu var aldrei gert athugasemd við myndaröðina þegar Ólafur Ragnar Grímsson var í framboði, enda telji kjörstjórn myndirnar ekki vera áróður. Í ofanálag snúi fólk baki í myndina þegar það kýs.

Myndin fer að öllum líkindum aftur upp á morgun samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×