Lífið

Gefa matarafgöngum nýtt líf við matarborðið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
IMG_5820

Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna áhugaverða heimilislínu á hátíðinni HönnunarMars sem nú fer fram. Línan ber heitið The Circle erða hringurinn.

„Þetta er safn af heimilisbúnaði okkar og líni sem við höfum litað með náttúrulegum hætti úr matarafgöngum á undanförnum mánuðum. Hringurinn táknar að í stað þess að þeim hefði verið fargað færum við þá aftur til heimilisins og á matarborðið,“ sagði Anthony Bacigalupo, eigandi Reykjavík Trading Co.

Matarafganga fengu þau frá kaffihúsum og veitingastöðum í þeirra heimabæ Hafnarfirði. Um er að ræða mat sem annars hefði farið í ruslið. Hann nota þau svo til að lita dúka og glasamottur svo dæmi séu tekin.

„Laukurinn gefur þennan fallega gula lit,“ sagði Ýr Káradóttir, eigandi Reykjavík Trading Co.

Og út lárperu kemur ljós bleikur tónn líkt og sést á myndbandinu.

Meðhöndla þarf efnið vel svo að liturinn fari ekki úr því við fyrsta þvott. Að því búnu eru matarafgangarnir soðnir og efnið látið liggja í leginum í sólarhring.

„Þetta eru matarafgangar sem annars hefðu farið beint í ruslið en núna gátum við gefið þeim annað líf við matarborðið,“ sagði Ýr.

Sýningin fer fram í rými sem eitt sinn var bílskúr. Þau ákváðu nýverið að fjarlægja bílskúrshurðina og breyta skúrnum í sýningarrými og verslum.

Anthony og Ýr fyrir saman verslun sína og vinnustofu, The ShedAnthony Bacigalupo

Á laugardaginn ætla þau að opna skúrinn gestum og gangandi þar sem fólki gefst kostur á að skoða sýninguna.

„Við erum himinlifandi yfir því að hönnunarmars sé í júní því nú er allt í blóma og veðrið auðvitað betra,“ sagði Anthony






Fleiri fréttir

Sjá meira


×