Lífið

Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Matthew McConaughey fékk að spyrja Acho fjölmargra spurninga um stöðu svartra í Bandaríkjunum. 
Matthew McConaughey fékk að spyrja Acho fjölmargra spurninga um stöðu svartra í Bandaríkjunum. 

Þættirnir Uncomfortable Conversations with a Black Man eru að vekja mikla athygli á YouTube og ræðir þar Emmanuel Acho við gesti sína um stöðu svartra í bandarísku samfélaginu.

Leikarinn Matthew McConaughey er fyrsti gestur Acho í þættinum og mætti leikarinn í þáttinn til þess eins að hlusta og læra.

Acho er fyrrum leikmaður í NFL-deildinni og starfar hann í dag sem sérfræðingur hjá FOX Sports og fjallar reglulega um amerískan fótbolta á þeim vettvangi.

McConaughey fékk tækifæri til að spyrja Acho erfiðra spurninga og spurði hann til að mynda út í þá fordóma sem hann væri mögulega með en gerði sér ekki grein fyrir.

Ástæðan fyrir því að Acho byrjaði að gefa út þættina á YouTube er staðan í Bandaríkjunum og staða svartra þar í landi. 

Mikil mótmæli hafa verið í landinu eftir að lögreglumaður kraup á hálsi George Floyd við handtöku í Minneapolis í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hann lést. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.