„Skemmtilegt að sjá hvernig hið forna sameinast hinu nýja“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2020 12:00 Rakel Blomsterberg ásamt verki sínu á opnun HönnunarMars í gær. Mynd/Helena Stefánsdóttir Textílfélagið opnaði í gær sýninguna Nýju fötin keisarans á Kolagötu á Hafnartorgi. Félagið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi og er þetta framlag þeirra í ár. Á sýningunni er lögð áhersla á að tengja saman fornar og nýjar aðferðir og varðveita þannig menningararf þjóðarinnar auk þess að kanna í hvaða nýjar áttir textíliðnaðurinn getur farið. „Þetta er sannkölluð textíl veisla sem sýnir þverskurð og fjölbreytta textíl-þekkingu og vinnu félagskvenna. Mikið er lagt upp úr endurnýtingu og sjálfbærni og er skemmtilegt að sjá hvernig hið forna sameinast hinu nýja og varðveita þannig menningararf þjóðarinnar ásamt því́ að færa textíliðnaðinn inn í framtíðina og opna fyrir nýja möguleika,“ segir Rakel Blomsterberg úr sýningarnefndinni í samtali við Vísi. Hún sýnir einnig sjálf á hátíðinni. „Ég er að blanda saman hefðbundum útsaumsaðferðum, ólíkum efnum og stafrænu prenti og er með því að skoða hvernig hægt er að þinna verkið og vinnuna út.“ Sýningin Nýju fötin keisarans opnar fyrir samtal textílhönnuða og textíllistamanna þar sem áhorfandinn fær tækifæri og innsýn í vinnuferli og þekkingu þeirra. Með þessari sýningu vill félagið sýna þann fjölbreytileika og þá textílþekkingu sem félagsmenn búa að og vilja miðla til komandi kynslóða. Frá sýningunni Nýju fötin keisaransVísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Sýningin er opin frá klukkan 11:00 til 19:00 á meðan HönnunarMars stendur og er aðgangur ókeypis. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Sýningarnefndin er skipuð þeim Rakel Blomsterberg, Brynhildi Þórðardóttur, Kristveigu Halldórsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur. Í Textílfélaginu eru 100 félagsmenn og í sýningunni í ár taka 25 þátt með ólík og áhugaverð verk. Nánar má lesa um sýninguna á vefsíðu Textílfélagsins. Þær sem taka þátt eru Anna Guðmundsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ásdís Birgisdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Guðrún Kolbeins Jónsdóttir, Helene Magnusson, Helga Mogensen, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Herdís Tómasdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Inga Björk Andrésdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Jóna Imsland, Kristveig Halldórsdóttir, Maja Siska, Margrét Guðnadóttir, María Valsdóttir, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Päivi Vaarula, Rakel Blom, Sigríður Ólafsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir. Brynhildur Þórðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir vilja vekja athygli á félaginu í von um að karlmenn taki virkan þátt í starfseminni, en í félaginu eru einungis konur.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttamaður Stöðvar 2 kíkti á HönnunarMars í gær og leit við á sýningunni Nýju fötin keisarans. Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Borgarstjóri afhjúpaði listaverk á Lækjartorgi í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. Meðal þess sem hægt er að sjá er handspritt unnið úr sítrónum á síðasta söludegi og handtöskur úr gömlum gjafaborðum. 24. júní 2020 21:31 Íslensk hönnun er íslensk hönnun þó að hún sé framleidd erlendis Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýnir litríka og bjarta línu á HönnunarMars sem hófst formlega í dag. 24. júní 2020 14:45 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Textílfélagið opnaði í gær sýninguna Nýju fötin keisarans á Kolagötu á Hafnartorgi. Félagið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi og er þetta framlag þeirra í ár. Á sýningunni er lögð áhersla á að tengja saman fornar og nýjar aðferðir og varðveita þannig menningararf þjóðarinnar auk þess að kanna í hvaða nýjar áttir textíliðnaðurinn getur farið. „Þetta er sannkölluð textíl veisla sem sýnir þverskurð og fjölbreytta textíl-þekkingu og vinnu félagskvenna. Mikið er lagt upp úr endurnýtingu og sjálfbærni og er skemmtilegt að sjá hvernig hið forna sameinast hinu nýja og varðveita þannig menningararf þjóðarinnar ásamt því́ að færa textíliðnaðinn inn í framtíðina og opna fyrir nýja möguleika,“ segir Rakel Blomsterberg úr sýningarnefndinni í samtali við Vísi. Hún sýnir einnig sjálf á hátíðinni. „Ég er að blanda saman hefðbundum útsaumsaðferðum, ólíkum efnum og stafrænu prenti og er með því að skoða hvernig hægt er að þinna verkið og vinnuna út.“ Sýningin Nýju fötin keisarans opnar fyrir samtal textílhönnuða og textíllistamanna þar sem áhorfandinn fær tækifæri og innsýn í vinnuferli og þekkingu þeirra. Með þessari sýningu vill félagið sýna þann fjölbreytileika og þá textílþekkingu sem félagsmenn búa að og vilja miðla til komandi kynslóða. Frá sýningunni Nýju fötin keisaransVísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Sýningin er opin frá klukkan 11:00 til 19:00 á meðan HönnunarMars stendur og er aðgangur ókeypis. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Sýningarnefndin er skipuð þeim Rakel Blomsterberg, Brynhildi Þórðardóttur, Kristveigu Halldórsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur. Í Textílfélaginu eru 100 félagsmenn og í sýningunni í ár taka 25 þátt með ólík og áhugaverð verk. Nánar má lesa um sýninguna á vefsíðu Textílfélagsins. Þær sem taka þátt eru Anna Guðmundsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ásdís Birgisdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Guðrún Kolbeins Jónsdóttir, Helene Magnusson, Helga Mogensen, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Herdís Tómasdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Inga Björk Andrésdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Jóna Imsland, Kristveig Halldórsdóttir, Maja Siska, Margrét Guðnadóttir, María Valsdóttir, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Päivi Vaarula, Rakel Blom, Sigríður Ólafsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir. Brynhildur Þórðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir vilja vekja athygli á félaginu í von um að karlmenn taki virkan þátt í starfseminni, en í félaginu eru einungis konur.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttamaður Stöðvar 2 kíkti á HönnunarMars í gær og leit við á sýningunni Nýju fötin keisarans. Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Borgarstjóri afhjúpaði listaverk á Lækjartorgi í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. Meðal þess sem hægt er að sjá er handspritt unnið úr sítrónum á síðasta söludegi og handtöskur úr gömlum gjafaborðum. 24. júní 2020 21:31 Íslensk hönnun er íslensk hönnun þó að hún sé framleidd erlendis Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýnir litríka og bjarta línu á HönnunarMars sem hófst formlega í dag. 24. júní 2020 14:45 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Borgarstjóri afhjúpaði listaverk á Lækjartorgi í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. Meðal þess sem hægt er að sjá er handspritt unnið úr sítrónum á síðasta söludegi og handtöskur úr gömlum gjafaborðum. 24. júní 2020 21:31
Íslensk hönnun er íslensk hönnun þó að hún sé framleidd erlendis Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýnir litríka og bjarta línu á HönnunarMars sem hófst formlega í dag. 24. júní 2020 14:45
Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00
Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37