Dæmdur fyrir netsamskipti við „Erlu 2004“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 13:38 Maðurinn viðhafði kynferðisleg samskipti við viðmælanda sinn, sem hann taldi vera 13 ára stúlku, í gegnum samskiptaforritið Skype. Vísir/Getty Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. Maðurinn átti í kynferðislegum netsamskiptum við notanda sem þóttist vera 13 ára stúlka. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 „ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ með ritsamskiptum í gegnum spjallforritið Skype við aðila með notandanafnið Erla 2004. Maðurinn taldi notandann vera 13 ára stúlku. Í ákæru segir að hann hafi spurt hana fjölda kynferðislegra spurninga, lýst fyrir henni og spurt hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, og í einhverjum tilvikum annarri stúlku. Þá bað hann hana ítrekað um að senda sér mynd af kynfærum hennar, bauðst til að senda henni mynd af sínum eigin kynfærum og bað stúlkuna jafnframt um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vefmyndavél. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gert sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu til að tilkynna brot sitt strax daginn eftir að það var framið. Þá var einnig skýrsla tekin af viðmælanda mannsins, þeim sem þóttist vera 13 ára stúlkan. Engin frekari deili eru sögð á viðmælandanum í dómi, þ.e. aldur eða kyn. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með tilliti til skýlausrar játningar hans, sem og þess dráttar sem varð á meðferð málsins, var refsingin gerð með öllu skilorðsbundin. Manninum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, auk launa skipaðs verjanda síns, alls um 800 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. Maðurinn átti í kynferðislegum netsamskiptum við notanda sem þóttist vera 13 ára stúlka. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 „ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ með ritsamskiptum í gegnum spjallforritið Skype við aðila með notandanafnið Erla 2004. Maðurinn taldi notandann vera 13 ára stúlku. Í ákæru segir að hann hafi spurt hana fjölda kynferðislegra spurninga, lýst fyrir henni og spurt hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, og í einhverjum tilvikum annarri stúlku. Þá bað hann hana ítrekað um að senda sér mynd af kynfærum hennar, bauðst til að senda henni mynd af sínum eigin kynfærum og bað stúlkuna jafnframt um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vefmyndavél. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gert sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu til að tilkynna brot sitt strax daginn eftir að það var framið. Þá var einnig skýrsla tekin af viðmælanda mannsins, þeim sem þóttist vera 13 ára stúlkan. Engin frekari deili eru sögð á viðmælandanum í dómi, þ.e. aldur eða kyn. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með tilliti til skýlausrar játningar hans, sem og þess dráttar sem varð á meðferð málsins, var refsingin gerð með öllu skilorðsbundin. Manninum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, auk launa skipaðs verjanda síns, alls um 800 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels