Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2020 08:10 Nýja hverfið í Vogum rís austan við núverandi byggð. Sjá má vinnuvélar skammt utan við knattspyrnuvöllinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vogar Skipulag Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vogar Skipulag Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira