Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2020 23:41 Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00