„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 16:26 Umræður um MDE á Alþingi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, mun taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði óvænt af sér formennsku á þingfundi í gær. Hann segir nefndina hafa verið óstarfhæfa lengi vegna framkomu stjórnarliða í nefndinni og það sé tímabært að ein mikilvægasta nefnd þingsins geti sinnt hlutverki sínu á ný. Þegar þingfundur hófst í gær tók Þórhildur Sunna til máls og sagði nefndarmenn hafa dregið persónu sína í svaðið og hún hefði verið notuð sem blóraböggull. Henni væri misboðið og neitaði að taka þátt í „leikritinu“ lengur. Því væri formennsku hennar lokið. Í samtali við Vísi segist Jón Þór spenntur fyrir nýja hlutverkinu og hann taki því alvarlega. Það sé mikilvægast að nefndin geti uppfyllt sitt hlutverk samkvæmt lögum. „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma; framfylgja lögunum og gæta jafnræðis og sanngirni. Nefndin verður að geta uppfyllt sitt hlutverk, það er meginmarkmiðið,“ segir Jón Þór. Hann segir þá ákvörðun Þórhildar Sunnu að segja af sér formennsku hafa miðað að því að benda á hvaða staða væri uppi innan nefndarinnar. Það væri óskiljanlegt að forseti þingsins og stjórnarforystan hefði ekki gripið inn í fyrr, enda hafi Þórhildur bæði bent forseta þingsins og samflokksmönnum sínum á það ástand sem ríkti innan nefndarinnar. „Hún er búin að koma til okkar og benda okkur á að staðan er alltaf að verða óbærilegri og óbærilegri. Hún hefur beðið okkur um stuðning og farið yfir stöðuna. Þetta er búið að vera að ágerast og þingflokkurinn hefur verið að ræða þetta. Þetta er staða sem er ekki boðleg og það er eitthvað sem forseti Alþingis gæti gripið inn í.“ Erfiðara fyrir nefndarmenn að spila sama leik aftur Jón Þór er mjög gagnrýninn á Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, og segir hann hafa verið meðvitaðan um að breytinga væri þörf. Það dugi ekki til að vera með yfirlýsingar um betri vinnustaðamenningu þegar „eineltis- og ofbeldismenning“ sé til staðar. „Það þýðir ekki að vera bara með einhverja skoðanakönnun og tala um það að það eigi að laga eineltis- og ofbeldismenninguna sem er til staðar. Það er skiljanlegt að hún sé til staðar, hún virkar. Hún virkar til þess að skemma fyrir fólki og skemma fólk. Þess vegna er því beitt, en það er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við.“ Halldóra Mogensen, samflokkskona Jóns Þórs, tók í sama streng á þingfundi í gær og gagnrýndi menninguna á þingi harðlega. Sagðist hún hafa orðið fyrir persónulegum árásum sem hún upplifði sem andlegt ofbeldi og velti fyrir sér hvort eins væri komið fram við karlmenn í valdastöðum. Jón Þór segir það vera erfiðara fyrir forseta þingsins að horfa fram hjá afsögn Þórhildar Sunnu og þeirri gagnrýni sem hún setti fram. Það sé ekkert annað í boði en að hann grípi til viðeigandi aðgerða. „Nú veit forseti stöðuna. Hann þekkir stöðuna á Alþingi í heild, hann þekkir menninguna og hann veit hvernig staðan er í nefndinni. Það er hans að grípa inn í sem forseti og það er líka á ábyrgð forystu stjórnarflokkanna að passa upp á það að þeirra menn séu ekki að gera þessa nefnd óstarfhæfa. Það verður ekkert í boði,“ segir Jón Þór, sem óttast ekki að verða fyrir sömu framkomu og Þórhildur Sunna. „Ég er vongóður. Ef þeir ætla næst að taka persónu mína til þess að skemma, þá verður það erfiðara fyrir þá. Þórhildur Sunna er búin að gelda þá svolítið, hvernig framgöngu þeir hafa sýnt og vonandi er þetta bara komið nóg.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 „Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9. júní 2020 12:31 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, mun taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði óvænt af sér formennsku á þingfundi í gær. Hann segir nefndina hafa verið óstarfhæfa lengi vegna framkomu stjórnarliða í nefndinni og það sé tímabært að ein mikilvægasta nefnd þingsins geti sinnt hlutverki sínu á ný. Þegar þingfundur hófst í gær tók Þórhildur Sunna til máls og sagði nefndarmenn hafa dregið persónu sína í svaðið og hún hefði verið notuð sem blóraböggull. Henni væri misboðið og neitaði að taka þátt í „leikritinu“ lengur. Því væri formennsku hennar lokið. Í samtali við Vísi segist Jón Þór spenntur fyrir nýja hlutverkinu og hann taki því alvarlega. Það sé mikilvægast að nefndin geti uppfyllt sitt hlutverk samkvæmt lögum. „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma; framfylgja lögunum og gæta jafnræðis og sanngirni. Nefndin verður að geta uppfyllt sitt hlutverk, það er meginmarkmiðið,“ segir Jón Þór. Hann segir þá ákvörðun Þórhildar Sunnu að segja af sér formennsku hafa miðað að því að benda á hvaða staða væri uppi innan nefndarinnar. Það væri óskiljanlegt að forseti þingsins og stjórnarforystan hefði ekki gripið inn í fyrr, enda hafi Þórhildur bæði bent forseta þingsins og samflokksmönnum sínum á það ástand sem ríkti innan nefndarinnar. „Hún er búin að koma til okkar og benda okkur á að staðan er alltaf að verða óbærilegri og óbærilegri. Hún hefur beðið okkur um stuðning og farið yfir stöðuna. Þetta er búið að vera að ágerast og þingflokkurinn hefur verið að ræða þetta. Þetta er staða sem er ekki boðleg og það er eitthvað sem forseti Alþingis gæti gripið inn í.“ Erfiðara fyrir nefndarmenn að spila sama leik aftur Jón Þór er mjög gagnrýninn á Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, og segir hann hafa verið meðvitaðan um að breytinga væri þörf. Það dugi ekki til að vera með yfirlýsingar um betri vinnustaðamenningu þegar „eineltis- og ofbeldismenning“ sé til staðar. „Það þýðir ekki að vera bara með einhverja skoðanakönnun og tala um það að það eigi að laga eineltis- og ofbeldismenninguna sem er til staðar. Það er skiljanlegt að hún sé til staðar, hún virkar. Hún virkar til þess að skemma fyrir fólki og skemma fólk. Þess vegna er því beitt, en það er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við.“ Halldóra Mogensen, samflokkskona Jóns Þórs, tók í sama streng á þingfundi í gær og gagnrýndi menninguna á þingi harðlega. Sagðist hún hafa orðið fyrir persónulegum árásum sem hún upplifði sem andlegt ofbeldi og velti fyrir sér hvort eins væri komið fram við karlmenn í valdastöðum. Jón Þór segir það vera erfiðara fyrir forseta þingsins að horfa fram hjá afsögn Þórhildar Sunnu og þeirri gagnrýni sem hún setti fram. Það sé ekkert annað í boði en að hann grípi til viðeigandi aðgerða. „Nú veit forseti stöðuna. Hann þekkir stöðuna á Alþingi í heild, hann þekkir menninguna og hann veit hvernig staðan er í nefndinni. Það er hans að grípa inn í sem forseti og það er líka á ábyrgð forystu stjórnarflokkanna að passa upp á það að þeirra menn séu ekki að gera þessa nefnd óstarfhæfa. Það verður ekkert í boði,“ segir Jón Þór, sem óttast ekki að verða fyrir sömu framkomu og Þórhildur Sunna. „Ég er vongóður. Ef þeir ætla næst að taka persónu mína til þess að skemma, þá verður það erfiðara fyrir þá. Þórhildur Sunna er búin að gelda þá svolítið, hvernig framgöngu þeir hafa sýnt og vonandi er þetta bara komið nóg.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 „Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9. júní 2020 12:31 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19
„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9. júní 2020 12:31
Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30