Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:15 Sáttur hópur eftir vel heppnaðan leiðangur yfir Vatnajökul til styrktar góðum málefnum. Vísir/Vilhelm Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vilborg Arna Gissurardóttir, pól- og Everestfari og annar leiðangursstjóra ferðarinnar, á afmæli í dag og var því auðvitað sungið hátt fyrir hana á vellinum. Hópurinn var þakklátur fyrir að vera kominn heim og ætla þær að hittast aftur seinna í dag, borða góðan mat og halda upp á að þessum stóra áfanga er lokið. „Ég held að þetta sé ein besta ferð sem ég hef farið í nokkurn tímann,“ sagði Vilborg Arna á Reykjavíkurflugvelli. „Það var eitthvað svo sérstök stemning. Markmið hópsins var svo skýrt, það var ekki hver og ein að koma á sínum persónulegu forsendum að ná sínum persónulegu markmiðum, heldur voru allir að koma inn í þetta verkefni saman. Það var enginn stærri en verkefnið sjá og það er svo fallegt. Allur hópurinn var í takt, það var mjög mikil samkennd og allar voru að hjálpast að. Það var bara alveg ótrúleg stemning.“ Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Afmælisbarnið Vilborg Arna var auðvitað með blöðrur.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að það sem hafi staðið upp úr í þessari ferð hafi verið hópurinn sjálfur, að fá að vera hluti af þessum hóp kvenna. „Svo voru geggjaðar stundir eins og upp í Grímsfjöllum þar sem við sátum úti og drukkum kakó. Það var svo flott útsýni til allra átta og milt og gott veður. Þetta eru stundir sem dýpka vináttuna alltaf. Það eru allir að upplifa það sama.“ Hópurinn safnaði áheitum fyrir Kraft og Líf, samhliða því að hvetja fólk til hreyfingar. Stofnaður var Facebook hópurinn Minn Lífskraftur. Þar hafa einstaklingar og hópar um allt land deilt sínum lífskrafti, hreyft sig og hvatt Snjódrífurnar áfram. Vilborg segist vera full þakklætis. „Til allra sem að hafa tekið þátt með okkur, í áheitunum og þeim sem eru búnir að vera að ganga. Það eru gönguhópar úti um allt land sem hafa verið að taka þátt með okkur.“ Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Sirrý og Snjódrífunum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Einnig fulltrúar frá Líf og Krafti, félögunum sem hópurinn safnaði fyrir.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að hún hafi algjörlega fundið fyrir stuðningi og krafti frá öllum. Fram undan hjá henni er nú aðgerð og endurhæfing, þar sem hún er með slitið krossband. „Ég er flutt með annan fótinn út til Slóveníu þar sem maðurinn minn býr og strákarnir hans. Ég ætla því að vera þar.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26 Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vilborg Arna Gissurardóttir, pól- og Everestfari og annar leiðangursstjóra ferðarinnar, á afmæli í dag og var því auðvitað sungið hátt fyrir hana á vellinum. Hópurinn var þakklátur fyrir að vera kominn heim og ætla þær að hittast aftur seinna í dag, borða góðan mat og halda upp á að þessum stóra áfanga er lokið. „Ég held að þetta sé ein besta ferð sem ég hef farið í nokkurn tímann,“ sagði Vilborg Arna á Reykjavíkurflugvelli. „Það var eitthvað svo sérstök stemning. Markmið hópsins var svo skýrt, það var ekki hver og ein að koma á sínum persónulegu forsendum að ná sínum persónulegu markmiðum, heldur voru allir að koma inn í þetta verkefni saman. Það var enginn stærri en verkefnið sjá og það er svo fallegt. Allur hópurinn var í takt, það var mjög mikil samkennd og allar voru að hjálpast að. Það var bara alveg ótrúleg stemning.“ Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Afmælisbarnið Vilborg Arna var auðvitað með blöðrur.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að það sem hafi staðið upp úr í þessari ferð hafi verið hópurinn sjálfur, að fá að vera hluti af þessum hóp kvenna. „Svo voru geggjaðar stundir eins og upp í Grímsfjöllum þar sem við sátum úti og drukkum kakó. Það var svo flott útsýni til allra átta og milt og gott veður. Þetta eru stundir sem dýpka vináttuna alltaf. Það eru allir að upplifa það sama.“ Hópurinn safnaði áheitum fyrir Kraft og Líf, samhliða því að hvetja fólk til hreyfingar. Stofnaður var Facebook hópurinn Minn Lífskraftur. Þar hafa einstaklingar og hópar um allt land deilt sínum lífskrafti, hreyft sig og hvatt Snjódrífurnar áfram. Vilborg segist vera full þakklætis. „Til allra sem að hafa tekið þátt með okkur, í áheitunum og þeim sem eru búnir að vera að ganga. Það eru gönguhópar úti um allt land sem hafa verið að taka þátt með okkur.“ Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Sirrý og Snjódrífunum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Einnig fulltrúar frá Líf og Krafti, félögunum sem hópurinn safnaði fyrir.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að hún hafi algjörlega fundið fyrir stuðningi og krafti frá öllum. Fram undan hjá henni er nú aðgerð og endurhæfing, þar sem hún er með slitið krossband. „Ég er flutt með annan fótinn út til Slóveníu þar sem maðurinn minn býr og strákarnir hans. Ég ætla því að vera þar.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26 Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26
Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11
Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning