Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn var sýknaður. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira