Lífið

Vill að allir minnis­varðar um Suður­ríkin verði fjar­lægðir úr heima­bænum

Sylvía Hall skrifar
Söngkonan Taylor Swift segir tímabært að hugsa söguna upp á nýtt.
Söngkonan Taylor Swift segir tímabært að hugsa söguna upp á nýtt. Vísir/Getty

Söngkonan Taylor Swift hefur kallað eftir því að allar minnisvarðar um Suðurríkinn verði fjarlægðir úr heimabæ sínum Tennessee hið snarasta. Hún segir taktlaust að hafa þessar styttur uppi og það sé særandi að berjast fyrir því að láta þær standa í bænum.

Mikil umræða hefur sprottið upp vegna styttanna, sem eru af hershöfðingjum Suðurríkjanna og öðrum mönnum sem þykja umdeildir. Deilurnar einnig komið upp í öðrum löndum og hafa mótmælendur rifið nokkrar styttur niður af leiðtogum Suðurríkjanna.

Swift segir stytturnar augljóslega heiðra rasista og það sé rasískt að berjast fyrir þeim. Þeir sem geri það sýni svörtum íbúum Tennessee hvar þeir standi í baráttunni gegn óréttlæti og haldi þannig áfram „hringrás sársauka“.

„Þú getur ekki breytt sögunni, en þú getur breytt þessu,“ skrifar söngkonan.

Hún segir það viðbjóðslegt að sjá minnisvarða sem fagna tilvist manna sem stóðu fyrir kynþáttahatri og gerðu hluti sem enginn ætti að vera stoltur af. Þessir menn ættu ekki að vera túlkaðir sem hetjur heldur fordæmdir fyrir verk sín.

„Að taka niður styttur mun ekki laga áratugalanga kerfisbundna kúgun, ofbeldi og hatur sem svart fólk hefur þurft að þola en það gæti fært okkur skrefi nær því að láta alla íbúa Tennessee og gesti okkar upplifa sig örugga – ekki bara hvíta fólkið.“


Tengdar fréttir

Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land

Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður.

Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann

Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×