Rupert Grint lýsir yfir stuðningi við trans fólk eftir ummæli J.K. Rowling Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 10:21 Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins. Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins.
Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira