Innlent

Von á sjö vélum til Kefla­víkur á mánu­dag

Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Samkvæmt flugáætlun kemur fyrsta vélin á mánudaginn frá Kaupmannahöfn og er á vegum SAS.
Samkvæmt flugáætlun kemur fyrsta vélin á mánudaginn frá Kaupmannahöfn og er á vegum SAS. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag, þegar nýjar sóttvarnarreglur um ferðamenn taka gildi. Þurfa allir farþegar annað hvort að fara í skimun vegna kórónuveirunnar á vellinum eða sæta tveggja vikna sóttkví, séu þeir ekki á leið í tengiflug.

Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur frá Kaupmannahöfn á vegum SAS og lendir um klukkan 10:30 fyrir hádegi.

Aðrar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Á flugáætluninni er einnig að finna áttundu vélina, vél Wizz Air frá Kraká í Póllandi, en því flugi hefur verið aflýst.

Á blaðamannafundi í gær var greint frá því að allir um borð í vélum á leið til landsins og á flugvellinum þurfi að bera andlitsgrímur. Til stendur að framkvæma prófanir á sýnatökubúnaðinum í Keflavík í dag. Þar verða tíu básar og verður unnt að skima um tvö hundruð farþega á hverri klukkustund.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×