Lífið

Twitter um kapp­ræðurnar: „Gæinn er sjálf­stætt starfandi meme-verk­smiðja“

Sylvía Hall skrifar
Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í sjónvarpssal í gær.
Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í sjónvarpssal í gær. Vísir

Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Kappræðurnar voru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi.

Mikill hiti var í umræðum frambjóðendanna og sakaði Guðmundur Franklín Guðna meðal annars um að ljúga að þjóðinni varðandi kostnað kosningabaráttunnar. 

Greinilegt var að Guðna var ekki skemmt yfir mörgum ummælum Guðmundar og spurði Guðni hann að því hvort hann væri stoltur af framgöngu sinni í þættinum þegar hann fékk sjálfur tækifæri til þess að spyrja mótframbjóðanda sinn.

Áður hafði Guðmundur spurt Guðna hvort hann væri stoltur af því að vera Íslendingur. 

Miðað við viðbrögð netheims er greinilegt að augu margra voru á frambjóðendunum í gærkvöldi. Skiptar skoðanir voru á frammistöðu þeirra en margir tístverjar virtust nokkuð hneykslaðir á Guðmundi Franklín.


Tengdar fréttir

„Þetta var í senn skemmti­legt og sorg­legt”

Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 

Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×