Breyttir tímar á Eiðistorgi: Turninn sýnir réttan tíma Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 16:22 Hér sýndi klukkan á Eiðistorgi 23:45 þegar réttur tími var 17:45. Aðsend Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“ Seltjarnarnes Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“
Seltjarnarnes Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira