Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2020 16:42 Sema Erla vandar þeim félögum ekki kveðjurnar og sakar þá um rasisma og stæka kvenfyrirlitningu. Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“ Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“
Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40
Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent