Lífið

Ari Eldjárn væri til í að vera meira stuðandi: „En ég bara þori því ekki“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn er sennilega vinsælasti uppistandari landsins. 
Ari Eldjárn er sennilega vinsælasti uppistandari landsins.  Stöð 2

Í spjallþættinum Spegill spegill á Stöð 2 á mánudag valdi Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsufræðum, Ara Eldjárn uppistandara sem gest og ræddu þau um allt milli himins og jarðar. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti var fyrsti spyrillinn í síðustu viku og valdi þá Unni sem gest. Í næstu viku fer Ari hlutverk spyrilsins og velur sér gest og svona gengur þetta koll af kolli í allt sumar.

Væri til í að vera stuðandi grínisti en þori því ekki

Unnur spurði Ara hvernig uppistandari hann væri en hann er einn sá allra vinsælasti hér á landi á því sviði.

„Megnið af mínu gríni er ekkert rosalega umdeilt og ég er ekkert rosalega stuðandi grínisti. Ég væri alveg til í að vera það en ég bara þori því ekki,“ segi Ari Eldjárn sem segir það stundum hafa verið erfitt að koma á eftir Dóra DNA og Birni Braga á uppistandssýningunum Mið-Ísland, þar sem þeir eru með aðeins grófari stíl en hann og einnig Jóhann Alfreð.

„Þeir eru oft með svolítið hart grín og vorum kannski búnir að ná salnum upp að vera svolítið meinfýsninn og það svo hlakkaði í fólki. Svo hugsaði ég með mér, úff ég er bara með eitthvað fjölskyldudót. Ég hugsa oft með mér að ég geti labbað á sviðið og sungið, það stafar enginn ógn af mér. Mitt grín væri kannski skilgreint sem svona frekar hlýlegt og hresst og ekkert brjálæðislega svart, sem er hinsvegar grín sem ég hef sjálfur rosalega gaman af.“

Klippa: Ari Eldjárn væri til í að vera meira stuðandi en þorir því ekki





Fleiri fréttir

Sjá meira


×