Innlent

Guðni segir þá sem vilji að hann nýti málskotsréttinn vita að safna þurfi undirskriftum

Tryggvi Páll Tryggvason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Guðni Th. Jóhannesson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.
Guðni Th. Jóhannesson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir/Arnar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kveðst hlynntur breytingum á stjórnarskrá sem feli í sér að tiltekinn hluti kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu

Innan við þrjár vikur eru nú til kosninga en Guðni Th. og mótframbjóðandi hans Guðmundur Franklín voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.

Sitjandi forseti var spurður um afstöðu sína til þingrofs og synjunarvalds forseta.

„Mergur málsins er sá að þeir sem eru á móti því að lögin öðlist gildi með því að forseti staðfesti þau vita að áskoranir þarf og þá er safnað undirskriftum. Í þessum tilfellum, búvörusamningnum og orkupakkanum erum við að tala um vel innan við þrjú prósent kjósenda. Það er miklu lægra hlutfall en nokkrum hefur dottið í hug í þessum efnum,“ sagði Guðni.

Hann kveðst enn hlynntur því að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum

„Við eigum að fá í stjórnarskrá ákvæði um það að tiltekinn hluti kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög þingsins. Þetta er sú þróun sem við höfum verið að sjá hér á Íslandi og fólk vill sjá,“ sagði Guðni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.