Innlent

Smitlaus vika en áfram bætist við í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi í vor.
Frá skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi í vor. Vísir/Vilhelm

Vika er nú liðin frá því að síðast greindist nýtt smit kórónuveiru á Íslandi. Þeim sem eru í sóttkví hefur hins vegar fjölgað um á annað hundrað undanfarna daga samkvæmt tölum landlæknis og almannavarna.

Nú eru 1.043 í sóttkví og hefur þeim fjölgað um 225 undanfarna fjóra sólarhringa eftir að fjöldinn hafði um tíma farið niður fyrir þúsund manns. 

Aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur og eru staðfest smit enn 1.806 frá upphafi faraldursins. Enn eru tvö virk smit í landinu þessa stundina og enginn liggur á sjúkrahúsi. Alls hafa nú verið tekin 62.768 sýni frá upphafi faraldursins.

Til þessa hafa 1.794 náð bata og hefur fjöldinn verið óbreyttur undanfarna daga. Alls hafa 21.092 lokið sóttkví frá upphafi faraldursins.

Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.