Enski boltinn

Liverpool gæti tryggt sér enska meistaratitilinn 21. júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk með Meistaradeildarbikarinn en hann lyftir væntanlega öðrum stórum bikar í sumar.
Virgil van Dijk með Meistaradeildarbikarinn en hann lyftir væntanlega öðrum stórum bikar í sumar. gETTY/VI Images

Nú þegar er búið að raða niður leikjunum geta menn farið að elta þær dagsetningar þar sem stuðningsmenn Liverpool geta loksins fagnað titlinum.

Liverpool gæti tryggt sér titilinn strax í fyrsta leik sem er á móti nágrönnunum í Everton og fer fram á Goodison Park 21. júní.

Ástæðan er að Manchester City verður þarna búið að leika á móti Arsenal en sá leikur fer fram 17. júní. Það er leikur sem Manchester City á inni á Liverpool.

Tapi Manchester City þeim leik getur Liverpool tryggt sér fyrsta enska meistaratitilinn í þrjátíu ár með sigri á Everton. Það væri eflaust eitthvað fyrir Liverpool stuðningsmanninn að sjá liðið sitt tryggja sér enska meistaratitilinn á Goodison Park.

Ef Liverpool liðið verður bara að treysta á sig sjálft þá er næsti leikurinn á móti Crystal Palace 24. júní eða þremur dögum síðar. Vinni Liverpool bæði Everton og Crystal Palace þá er titilinn kominn í hús sama hvernig fer hjá Manchester City.

Liverpool hefur unnið 27 af 29 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og eina tapið kom á móti Watford skömmu fyrir að kórónuveiran stoppaði allt. Hinn leikurinn þar sem liðið missti stig var í 1-1 jafntefli á móti Manchester United í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.