Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 12:21 Páll Magnússon og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ráðningin gæti reynst Lilju erfiður ljár í þúfu. „Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
„Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00