Lífið

Mikki selur í Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikael er einn allra vinsælasti hlaðvarpsmaður landsins. 
Mikael er einn allra vinsælasti hlaðvarpsmaður landsins.  Myndir/fasteignaljósmyndun.is

Tryggingarsölumaðurinn og knattspyrnuþjálfarinn Mikael Nikulásson hefur heldur betur slegið í gegn í hlaðvarpsþættinum Dr. Football með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni. 

Hann hefur nú sett íbúð sína við Holtsveg í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 74 fermetra íbúð á jarðhæð með stórum palli. Húsið var byggt árið 2018 en í eigninni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 42,9 milljónir en fasteignamat íbúðarinnar er 38,3 milljónir.

Mikael rekur meðal annars barinn St. Eugen´s á Tenerife sem er að verða sannkallaður Íslendingabar á eyjunni. Hann þjálfar karlalið Njarðvíkur í 2. deildinni hér á landi en hér að neðan má sjá myndir af eigninni en Mikael er greinilega fluttur annað þar sem íbúðin er tóm.

Fallegt hús í Garðabænum sem byggt var árið 2018.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið og stofan í einu björtu rými.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Úr stofunni er gengið út á fallega pall.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Virkilega vel heppnaður sólarpallur.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Gott svefnherbergi í íbúðinni.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Nýtt og smekklegt baðherbergi.Mynd/fasteignaljósmyndun.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.