Lífið

Bakvið tjöldin á tökustað Eurogarðsins: Mikill hlátur og grín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi og Dóri DNA voru bitnir á setti.
Auddi og Dóri DNA voru bitnir á setti.

Eurogarðurinn er átta þátta gamansería sem verður á dagskrá á Stöð 2 næsta haust.

Þættirnir gerast í Húsdýragarðinum og standa núna yfir tökur en með aðalhlutverk í þáttunum fara Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar, Jón Gnarr, Halldór Halldórsson, Anna Svava Knútsdóttir og fleiri.

Mikil stemning hefur verið á tökustað undanfarna daga og hefur Vísir fengið til birtingar glefsu þar sem sjá má bak við tjöldin. Þar má meðal annars sjá Jón Gnarr í hlutverki skrautlegs yfirmanns Eurogarðsins.

Klippa: Bakvið tjöldin á tökustað Eurogarðsins


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.