Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 19:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33