Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um hörmulegt slys sem varð í Sundhöll Selfoss í gær. Maðurinn sem lést fannst á botni innilaugarinnar eftir að hafa verið sjö mínútur í kafi.

Þá verður fjallað um ástandið í Bandaríkjunum en ekkert lát er á mótmælum og óeirðum í mörgum borgum landsins. Ræða Donalds Trump Bandaríkjaforseta var síst til þess fallin að sefa reiði mótmælenda.

Þá fjöllum við um tillögur sóttvarnalæknis um opnun landamæra Íslands en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar. Ríkisstjórn Íslands fjallaði um málið í dag.

Og þá hittum við köttinn Mongús sem hefur verið á vergangi í Hveragerði um margar ára skeið og hrellt íbúa og aðra ketti. Hann er nú kominn á heimili og orðinn að venjulegum heimilisketti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×