Erlent

Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd

Sylvía Hall skrifar
Andlát Floyd hefur leitt til mótmæla víða um Bandaríkin. Hér má sjá mynd frá mótmælum í New York.
Andlát Floyd hefur leitt til mótmæla víða um Bandaríkin. Hér má sjá mynd frá mótmælum í New York. Vísir/Getty

Uppfært: Lögregluþjónninn hefur verið ákærður fyrir morðið, að því er fram kemur á vef BBC. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ráðuneytið og alríkislögregluna nú rannsaka hvort háttsemi lögreglumannsins hafi verið í andstöðu við lög. Myndbandið af andláti Floyd hafi verið afar óhugnalegt. 

Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Þetta kemur fram á vef BBC.

George Floyd var 46 ára gamall öryggisvörður sem starfaði á veitingastað í borginni. Hann var handtekinn á mánudagskvöld og fylgdust vegfarendur með því þegar hann hrópaði á lögregluþjóninn að hann næði ekki andanum. Þá bað hann lögreglumanninn um að drepa sig ekki.

Andlát Floyd hefur leitt til mikillar reiði í Bandaríkjunum og hafa óeirðir átt sér stað í Minneapolis. Kveikt var í bensínstöð í borginni í nótt og var eldur borinn að öðrum byggingum. Fjórir lögregluþjónar hafa verið reknir vegna málsins.

Fréttamaður CNN, Omar Jimenez, var handtekinn þegar hann var að fjalla um mótmælin. Handtakan átti sér stað í beinni útsendingu og var Jimenez og þrír samstarfsmenn hans færðir í handjárn á staðnum.

Mótmælin hafa nú staðið yfir í þrjá daga og hafa íbúar í öðrum borgum Bandaríkjanna einnig mótmælt til þess að sýna samstöðu. Mótmælin eru þó umfangsmest í Minneapolis.


Tengdar fréttir

„Þeir myrtu bróður minn“

Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður síns verðu ákærðir fyrir morð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×