Innlent

Ölvaður á rúm­lega 200 kíló­metra hraða á Reykja­nes­brautinni

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru ellefu manns til viðbótar teknir fyrir of hraðan akstur.
Alls voru ellefu manns til viðbótar teknir fyrir of hraðan akstur. Vísir/Vilhelm

Lögregla stöðvaði í vikunni erlendan ökumann á 203 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Hann er einnig grunaður um ölvunarakstur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Þar segir að ökumaðurinn hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir brot sín.

Þá segir að tíu ökumenn til viðbótar hafi verið staðnir að hraðakstri á brautinni.

„Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem ók sviptur ökuréttindum með barn í bílnum.

Nokkur umferðalagabrot til viðbótar voru skráð í vikunni. Tveir óku á negldum dekkjum, einn vargrunaður um fíkniefnaakstur og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.