Fjórir handteknir með aðstoð nýja lögreglubílsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 17:00 Nýr landamæraeftirlitsbíll Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var afhentur í upphafi mánaðar. vísir/JKJ Lögreglan segist hafa handtekið fjóra karlmenn á byggingasvæði í Garðabæ í gær vegna gruns um að vegabréf þeirra væru fölsuð. Nýr landamæraeftirlitsbíll er sagður hafa komið að góðum notum. Í orðsendingu lögreglunnar segir að grunur leiki á að mennirnir, sem allir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar, hafi fengið skráningu á grundvelli falsaðra vegabréfa og hafi því ekki tilskilin leyfi til að starfa hér á landi. Þeir hafi verið færðir á lögreglustöð og yfirheyrðir. Lögreglan segist jafnframt hafa ráðist í húsleit vegna málsins þar sem hún á að hafa fundið fölsuð vegabréf. Mönnunum er nú gert að sæta svokallaðri tilkynningaskyldu, auk þess sem Útlendingastofnun á að hafa verið upplýst um málið. Þá eiga einnig að hafa verið höfð afskipti af tveimur hælisleitendum sem lögreglan segir að hafi ekki haft heimild til vinnu. Landamærabíllinn bjóði upp á vinnustaðaeftirlit Við aðgerðirnar í gær segist lögreglan hafa notað nýja bifreið sem er einkum ætluð fyrir landamæraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu og er búin tækjum til þess. Þar á meðal tæki til að skoða og sannreyna skilríki. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu. Í bílnum er meðal annars vegabréfaskanni sem er tengdur við Schengen-upplýsingakerfið og Interpol. Þar að auki býður hann upp á vinnustaðaeftirlit eins og það sem framkvæmt var í Garðabæ í gær. „Skoðað verkamenn og skilríki þeirra í sérstökum búnaði í bílnum og fundið út hvort þeir séu sem þeir segjast vera,“ sagði Jón Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu þegar bíllinn kom til landsins þann 8. maí síðastliðinn. Hælisleitendur Lögreglumál Garðabær Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Lögreglan segist hafa handtekið fjóra karlmenn á byggingasvæði í Garðabæ í gær vegna gruns um að vegabréf þeirra væru fölsuð. Nýr landamæraeftirlitsbíll er sagður hafa komið að góðum notum. Í orðsendingu lögreglunnar segir að grunur leiki á að mennirnir, sem allir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar, hafi fengið skráningu á grundvelli falsaðra vegabréfa og hafi því ekki tilskilin leyfi til að starfa hér á landi. Þeir hafi verið færðir á lögreglustöð og yfirheyrðir. Lögreglan segist jafnframt hafa ráðist í húsleit vegna málsins þar sem hún á að hafa fundið fölsuð vegabréf. Mönnunum er nú gert að sæta svokallaðri tilkynningaskyldu, auk þess sem Útlendingastofnun á að hafa verið upplýst um málið. Þá eiga einnig að hafa verið höfð afskipti af tveimur hælisleitendum sem lögreglan segir að hafi ekki haft heimild til vinnu. Landamærabíllinn bjóði upp á vinnustaðaeftirlit Við aðgerðirnar í gær segist lögreglan hafa notað nýja bifreið sem er einkum ætluð fyrir landamæraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu og er búin tækjum til þess. Þar á meðal tæki til að skoða og sannreyna skilríki. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu. Í bílnum er meðal annars vegabréfaskanni sem er tengdur við Schengen-upplýsingakerfið og Interpol. Þar að auki býður hann upp á vinnustaðaeftirlit eins og það sem framkvæmt var í Garðabæ í gær. „Skoðað verkamenn og skilríki þeirra í sérstökum búnaði í bílnum og fundið út hvort þeir séu sem þeir segjast vera,“ sagði Jón Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu þegar bíllinn kom til landsins þann 8. maí síðastliðinn.
Hælisleitendur Lögreglumál Garðabær Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira