Lífið

Ný stikla úr næstu þáttaröð af Queer Eye

Stefán Árni Pálsson skrifar
Queer Eye eru mjög vinsælir þættir á Netflix.
Queer Eye eru mjög vinsælir þættir á Netflix.

Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye.

Í þáttunum taka þeir fyrir einstakling sem þarf aðstoð við að breyta lífi sínu og fær sá nýjan fataskáp, klippingu, heimilið er tekið í gegn og er einnig reynt að hjálpa á andlega sviðinu.

Netflix-þættirnir njóta gríðarlegra vinsælda um heim allan en á næstunni kemur út fimmta þáttaröðin af þáttunum Queer Eye.

Á dögunum birti Netflix fyrstu stikluna úr þáttaröðinni sem fer í loftið 5. júní. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.