Lífið

Hafþór búinn að léttast um 18 kíló síðan hann fór að æfa hnefaleika

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór Júlíus fór með nokkuð stórt hlutverk í þáttunum Game of Thrones. 
Hafþór Júlíus fór með nokkuð stórt hlutverk í þáttunum Game of Thrones.  Vísir/EPA

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga við Eddie Hall sem fer fram í Las Vegas á næsta ári.

Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en á dögunum sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra.

Fjallið greinir frá því á Facebook að hann sé í dag 188 kíló en hafi verið 206 kíló þegar hann byrjaði að æfa sig undir bardagann. Hafþór hefur áður sagt að hann verði að létta sig um fjörutíu kíló í undirbúningnum og fer hann mjög vel af stað.

 

Box


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.