Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 22:52 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, segir mögulega hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur eftir að skemmtistaðir loka klukkan 23 um næstu helgi áhyggjuefni. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. Þeir loka núna allir á sama tíma, eða klukkan 23, samkvæmt reglum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins en skemmtistaðir og krár opnuðu í fyrsta sinn í gær eftir að hafa verið lokaðir í um tvo mánuði. Næsta helgi er því fyrsta „djammhelgin“ í langan tíma. Þeir sem eldri muna eflaust eftir þeim tíma þegar allir skemmtistaðir lokuðu á sama tíma, klukkan þrjú, og ölvað fólk safnaðist oftar en ekki saman á Lækjartorgi með tilheyrandi vandræðum. Komandi djammhelgi verður eins og í gamla daga, bæði veitingastaðir og skemmtistaðir loka á sömu mínútu 23:00. Göturnar í miðbænum munu fyllast, leigubílarnir hafa ekki undan og það verður svona carnival stemmning í bænum. Við eldri munum 03:00 stemmninguna í gamla daga.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) May 25, 2020 Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk sé mögulega að fara að safnast saman utandyra niðri í bæ eftir að skemmtistaðir loka um komandi helgi segir Víðir svo vera. „En við teljum að það séu minni líkur á því af því að það er lokað klukkan ellefu heldur en ef þeir færu til dæmis að loka klukkan eitt. En auðvitað höfum við áhyggjur af því og eins og hefur komið fram hjá Þórólfi líka þá hefur hann vísað í það að það er þekkt að svona hópsmit hafi verið rakin til skemmtistaða og skemmtana. Það er bara hluti af því þegar fólk er orðið ölvað þá passar það sig minna og þá er þéttleiki í hópum oft mikill. Þannig að það er þetta sem við höfum áhyggjur af í þessu og erum auðvitað að beina tilmælum til fólks að vanda sig, auðvitað hafa gaman af lífinu og skemmta sér, en líka vanda sig. Við verðum bara að djamma fram á morgun einhvern tímann seinna,“ segir Víðir. „Smitleiðirnar geta verið mjög hraðar og margir smitast af einum“ Áhyggjurnar beinist að því þegar hópar séu að myndast, fólk sé þétt saman og mikið ölvað. „Þá geta smitleiðirnar orðið mjög hraðar og margir smitast af einum. Þannig að þetta er bara hluti af þessum sóttvarnamálum og þessari baráttu okkar að fólk passi sig,“ segir Víðir. Það sé þó talin minni áhætta á hópasöfnun þegar staðirnir loka klukkan 23 en ekki síðar um nóttina. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því að þessi tímasetning, menn halda að ölvunin verði orðin minni og þar af leiðandi minni líkur á því að þetta fari í einhverja vitleysu. Við erum að lifa alveg rosalega skrýtna tíma og auðvitað skilur maður það að það vilja allir skemmta sér og hafa gaman af lífinu og það er um að gera það en við verðum að vera innan þess ramma að halda áfram að passa okkur og fara varlega til þess að lenda ekki í að fá aðra bylgju. Við þurfum að þrauka í einhverjar vikur í viðbót, kannski mánuði, þannig að það skiptir máli að halda sig innan þessara leiðbeininga og ramma. Það er alveg hægt að gera heilmikið þótt maður sé ekki langt fram á nótt,“ segir Víðir. Hann segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ekki hafa beint neinum sérstökum tilmælum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að vera með aukin viðbúnað um næstu helgi vegna þessa. Lögreglan og almannavarnir vinni hins vegar þétt saman og allir séu á sömu blaðsíðu í þessum efnum. Minna um fyrirspurnir nú en í kringum 4. maí Eins og áður segir var slakað á samkomubanninu í gær en auk skemmtistaða og kráa opnuðu til að mynda líkamsræktarstöðvar á ný. Mest mega nú 200 manns koma saman í stað 50 áður. Víðir segir gærdaginn og daginn í dag hafa gengið mjög vel. „Ég held að það hafi allir vitað að hverju þeir ættu að ganga og þetta hefur verið algjörlega vandræðalaust og mun minni fyrirspurnir og spurningar til okkar núna heldur en var til dæmis í kringum 4. maí,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. Þeir loka núna allir á sama tíma, eða klukkan 23, samkvæmt reglum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins en skemmtistaðir og krár opnuðu í fyrsta sinn í gær eftir að hafa verið lokaðir í um tvo mánuði. Næsta helgi er því fyrsta „djammhelgin“ í langan tíma. Þeir sem eldri muna eflaust eftir þeim tíma þegar allir skemmtistaðir lokuðu á sama tíma, klukkan þrjú, og ölvað fólk safnaðist oftar en ekki saman á Lækjartorgi með tilheyrandi vandræðum. Komandi djammhelgi verður eins og í gamla daga, bæði veitingastaðir og skemmtistaðir loka á sömu mínútu 23:00. Göturnar í miðbænum munu fyllast, leigubílarnir hafa ekki undan og það verður svona carnival stemmning í bænum. Við eldri munum 03:00 stemmninguna í gamla daga.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) May 25, 2020 Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk sé mögulega að fara að safnast saman utandyra niðri í bæ eftir að skemmtistaðir loka um komandi helgi segir Víðir svo vera. „En við teljum að það séu minni líkur á því af því að það er lokað klukkan ellefu heldur en ef þeir færu til dæmis að loka klukkan eitt. En auðvitað höfum við áhyggjur af því og eins og hefur komið fram hjá Þórólfi líka þá hefur hann vísað í það að það er þekkt að svona hópsmit hafi verið rakin til skemmtistaða og skemmtana. Það er bara hluti af því þegar fólk er orðið ölvað þá passar það sig minna og þá er þéttleiki í hópum oft mikill. Þannig að það er þetta sem við höfum áhyggjur af í þessu og erum auðvitað að beina tilmælum til fólks að vanda sig, auðvitað hafa gaman af lífinu og skemmta sér, en líka vanda sig. Við verðum bara að djamma fram á morgun einhvern tímann seinna,“ segir Víðir. „Smitleiðirnar geta verið mjög hraðar og margir smitast af einum“ Áhyggjurnar beinist að því þegar hópar séu að myndast, fólk sé þétt saman og mikið ölvað. „Þá geta smitleiðirnar orðið mjög hraðar og margir smitast af einum. Þannig að þetta er bara hluti af þessum sóttvarnamálum og þessari baráttu okkar að fólk passi sig,“ segir Víðir. Það sé þó talin minni áhætta á hópasöfnun þegar staðirnir loka klukkan 23 en ekki síðar um nóttina. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því að þessi tímasetning, menn halda að ölvunin verði orðin minni og þar af leiðandi minni líkur á því að þetta fari í einhverja vitleysu. Við erum að lifa alveg rosalega skrýtna tíma og auðvitað skilur maður það að það vilja allir skemmta sér og hafa gaman af lífinu og það er um að gera það en við verðum að vera innan þess ramma að halda áfram að passa okkur og fara varlega til þess að lenda ekki í að fá aðra bylgju. Við þurfum að þrauka í einhverjar vikur í viðbót, kannski mánuði, þannig að það skiptir máli að halda sig innan þessara leiðbeininga og ramma. Það er alveg hægt að gera heilmikið þótt maður sé ekki langt fram á nótt,“ segir Víðir. Hann segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ekki hafa beint neinum sérstökum tilmælum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að vera með aukin viðbúnað um næstu helgi vegna þessa. Lögreglan og almannavarnir vinni hins vegar þétt saman og allir séu á sömu blaðsíðu í þessum efnum. Minna um fyrirspurnir nú en í kringum 4. maí Eins og áður segir var slakað á samkomubanninu í gær en auk skemmtistaða og kráa opnuðu til að mynda líkamsræktarstöðvar á ný. Mest mega nú 200 manns koma saman í stað 50 áður. Víðir segir gærdaginn og daginn í dag hafa gengið mjög vel. „Ég held að það hafi allir vitað að hverju þeir ættu að ganga og þetta hefur verið algjörlega vandræðalaust og mun minni fyrirspurnir og spurningar til okkar núna heldur en var til dæmis í kringum 4. maí,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira