Innlent

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjufélag Íslands

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim.

Ríkissáttasemjari þarf lögum samkvæmt að boða til fundar í kjaradeilum að lágmarki tveimur vikum liðnum frá síðasta fundi. Enn hefur ekki verið boðað til fundar hjá Flugfreyjufélaginu og Icelandair en næsti fundur þarf að fara fram í síðasta lagi fyrir 3. júní.

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir ríkan samningsvilja hjá félagsmönnum.

„Það hefur ekki verið boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara en samninganefnd og stjórn flugfreyjufélagsins hefur verið í miklum samskiptum og farið yfir stöðuna okkar megin. Deilan era ð sjálfsögðu hjá ríkissáttasemjara og það er ríkur samningsvilji hjá okkur. Við mætum þegar við erum boðuð og það eru vonir um að aðilar geti sæst á eitthvað sem getur leitt til samnings,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.

Icelandair sendi frá sér tilkynningu eftir að Flugfreyjufélagið hafnaði lokaboði flugfélagsins. Haft var eftir forstjóra félagsins að ekki yrði lengra komist og aðrar leiðir yrðu skoðaðar. Guðlaug segir þau ummæli einkennileg.

„Það er ekki samtal það er furðulegt að segja að það sé ekki hægt að fara lengra því deilan er hjá ríkissáttasemjara og honum ber að boða fund á tveggja vikna fresti. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.