Fordæmalausar aðgerðir í sögu lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir áætlanir yfirvalda um samkomubann vegna kórónuveirunnar á fundi í dag. Vísir/vilhelm Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjöldi viðskiptavina verslana verður takmarkað en forusta almannavarna treystir á almenna skynsemi fólks við framkvæmd reglnanna. Það dró til stórtíðinda á fréttamannafundi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðherra ásamt framvarðasveit almannavarnakerfisins í ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir sagði aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir þar sem stjórnvöld hefðu fylgdu ráðum og leiðbeiningum helstu sérfræðinga. „Þau tímamót hafa nú orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra erindi með tillögu um samkomubann. En þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er lögð til,“ sagði Katrín. Markmiðið væri eins og hingað til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, koma í veg fyrir að faraldurinn gengi of hratt yfir, standa vörð um þá sem væru útsettastir fyrir sýkingu og tryggja að heilbrigðiskerfið standist þetta álag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að samkomubannið tæki gildi á miðnætti næst komandi sunnudag. „Með takmörkun er þá átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman. Slíkir viðburðir verða þar með óheimilir,“ sagði Svandís. Á fámennari mannamótum en hundrað verði tryggt að það séu að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks. Þessar hömlur gilda í fjórar vikur en lögð er áhersla á að þær áætlanir geti breyst. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði samkomubannið einnig ná til skólakerfisins. „Við erum að gera það sem þarf. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að loka tímabundið framhaldsskólum og háskólum. Starf leikskóla og grunnskóla verður heimilt samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga,“ sagði Lilja. Framhaldsskólarnir og háskólarnir muni bjóða upp á fjarkennslu á meðan þeir væru lokaðir. Treysta á almenna skynsemi fólks Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðirnar ná til alls samfélagsins, vinnustaða og menningarstofnana þó ekki til Keflavíkurflugvallar og hafna landsins, þótt þar gildi varúðarreglur einnig. „Verslanir eru ekki undanskildar í þessu.“ Þannig að það verður takmarkað hvað margir geta farið inn í stórar verslanir til dæmis? „Já, samkvæmt þessum tillögum þá er það þannig,“ sagði Þórólfur. Boð og bönn réðu því ekki hver útkoman verði heldur hvernig hvern og einn hagaði sér. Forsætisráðherra sagði margt forystufólk í samfélaginu sem væri treystandi til að kynna sér tilmælin og leita sér ráðlegginga hjá heilbrigðisyfirvöldum. „Það verður ekki lögregla við stórmarkaði. Heldur treystum við á fólkið í landinu til að framfylgja þessu, segir Katrín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði fólk meðal annars þurfa að meta hvort ferðir þeirra og samkomur hefðu áhrif á þá sem veikastir væru fyrir í kringum það. „Við bara treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir. Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast einhver örtröð í búðum og við höfum fréttir af því núna að það sé mjög mikið að gera í verslunum. Það eru til nógar vörur í landinu, það er til nóg af mat. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46 Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjöldi viðskiptavina verslana verður takmarkað en forusta almannavarna treystir á almenna skynsemi fólks við framkvæmd reglnanna. Það dró til stórtíðinda á fréttamannafundi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðherra ásamt framvarðasveit almannavarnakerfisins í ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir sagði aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir þar sem stjórnvöld hefðu fylgdu ráðum og leiðbeiningum helstu sérfræðinga. „Þau tímamót hafa nú orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra erindi með tillögu um samkomubann. En þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er lögð til,“ sagði Katrín. Markmiðið væri eins og hingað til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, koma í veg fyrir að faraldurinn gengi of hratt yfir, standa vörð um þá sem væru útsettastir fyrir sýkingu og tryggja að heilbrigðiskerfið standist þetta álag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að samkomubannið tæki gildi á miðnætti næst komandi sunnudag. „Með takmörkun er þá átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman. Slíkir viðburðir verða þar með óheimilir,“ sagði Svandís. Á fámennari mannamótum en hundrað verði tryggt að það séu að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks. Þessar hömlur gilda í fjórar vikur en lögð er áhersla á að þær áætlanir geti breyst. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði samkomubannið einnig ná til skólakerfisins. „Við erum að gera það sem þarf. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að loka tímabundið framhaldsskólum og háskólum. Starf leikskóla og grunnskóla verður heimilt samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga,“ sagði Lilja. Framhaldsskólarnir og háskólarnir muni bjóða upp á fjarkennslu á meðan þeir væru lokaðir. Treysta á almenna skynsemi fólks Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðirnar ná til alls samfélagsins, vinnustaða og menningarstofnana þó ekki til Keflavíkurflugvallar og hafna landsins, þótt þar gildi varúðarreglur einnig. „Verslanir eru ekki undanskildar í þessu.“ Þannig að það verður takmarkað hvað margir geta farið inn í stórar verslanir til dæmis? „Já, samkvæmt þessum tillögum þá er það þannig,“ sagði Þórólfur. Boð og bönn réðu því ekki hver útkoman verði heldur hvernig hvern og einn hagaði sér. Forsætisráðherra sagði margt forystufólk í samfélaginu sem væri treystandi til að kynna sér tilmælin og leita sér ráðlegginga hjá heilbrigðisyfirvöldum. „Það verður ekki lögregla við stórmarkaði. Heldur treystum við á fólkið í landinu til að framfylgja þessu, segir Katrín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði fólk meðal annars þurfa að meta hvort ferðir þeirra og samkomur hefðu áhrif á þá sem veikastir væru fyrir í kringum það. „Við bara treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir. Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast einhver örtröð í búðum og við höfum fréttir af því núna að það sé mjög mikið að gera í verslunum. Það eru til nógar vörur í landinu, það er til nóg af mat. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46 Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29
Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46
Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25